Áfengisneysla eykur líkur á brjóstakrabbameini

Áfengisneysla eykur umtalsvert líkur á brjóstakrabbameini samkvæmt rannsókn sem danska vísindakonan Lina Mørch hefur gert á 18.000 dönskum hjúkrunarkonum. Frá þessu segir á vefsíðu danska blaðsins Berlingske Tidende.

Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að þær konur sem drekka 22 til 27 drykki á viku eru tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein en þær sem aðeins drekka 1-3 drykki á viku.

Áfengismagn sem neytt er virðist því hafa talsverð áhrif á það hvort konur veikjast af brjóstakrabbameini, en samkvæmt rannsókninni aukast líkurnar enn frekar ef um er að ræða svokallaða helgardrykkju, þar sem mikils magns áfengis er neytt á stuttum tíma, t.a.m. um helgar. Þá er tekið fram að svo lítið sem fjórir til fimm bjórar á einu kvöldi geti haft neikvæð áhrif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birgir

Höfundur

Birgir Steinn Theódórsson
Birgir Steinn Theódórsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband